Námskeið


1 DAGS NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 11. APRÍL


LÆRÐU BETUR Á CANON EOS VÉLINA ÞÍNA:

Á þessu námskeiði, sem eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna, (eingöngu fyrir CANON EOS vélar) er farið í eftirfarandi atriði:

MYNDAVÉLIN:
Farið er ítarlega í allar helstu stillingar á CANON EOS  myndavélinni, m.a. ljósop, hraða, White balance, ISO, ljósmæling, pixlar, jpg/raw og margt fleira. Einnig er farið í Menu stillingar og þær útskýrðar.

AUKAHLUTIR:
Tekin eru fyrir helstu atriði varðandi linsur, filtera, flöss og þrífætur.

MYNDATÖKUR & MYNDBYGGING:
Fjallað um myndbyggingu og gefin góð ráð til að ná enn betri myndum við ýmsar aðstæður. T.d. landslag, Norðurljós, nærmyndatökur, portrett og margt fleira. Sýndar ýmsar útfærslur af myndatökum.

Auk þess verður útskýrðar almennar myndatökur og gefin góð ráð til að ná enn betri myndum.

Ekkert er fjallað um videohluta EOS vélanna. 

Námskeiðsgjald er 13.900 kr. Innifalið eru námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Dagsetning: Laugardagur 11. apríl kl. 10:00 - 17:00

Bankaupplýsingar: 0101 - 05 - 262979 Kennitala 580108-1560

Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá Ljosmyndari.is.
Styrkur getur numið allt að 75%, en hafa ber í huga að það er misjafnt eftir stéttarfélögum.

Námskeiðið er haldið í Síðumúla 12. efri hæð

Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson s: 898 3911


VERÐ 13.900 KR.
Smelltu hér
til að skrá þig

ljosmyndari.is - upplýsingar Gera að upphafssíðu Hafa samband Um vefinn Dagatal Senda á vin Finndu okkur á Facebook Skráning á póstlista Bókamerkja Gera að upphafssíðu

Allt efni er höfundarréttarvarið ~ Ábyrgðarmaður: Pálmi Guðmundsson ~ Netfang: ljosmyndari@ljosmyndari.is