Um leiðbeinandann og námskeiðin

UM LEIÐBEINANDANN

Leiðbeinandi á námskeiðunum er Pálmi Guðmundsson, sem hefur mikla reynslu sem ljósmyndari og hefur myndað meira og minna í 40 ár.
Hann hefur haldið ljósmyndnámskeið og ýmis önnur námskeið frá árinu 2000 fyrst í Mosfellsbæ og svo í Reykjavík. Einnig hefur hann haldið námskeið víða um land.

Pálmi er sjálfmenntur í ljósmyndun og hefur selt ljósmyndir sínar í yfir 20 ár í ýmiskonar verkefni bæði hérlendis og erlendis, t.d. í tímarit, blöð, bæklinga, bækur, auglýsingar, póstkort og margt fleira. Myndir frá Pálma birtust í rúm 18 ár sem skyggna kvöldsins í dagskrálok á Ríkissjónvarpinu.

UM NÁMSKEIÐIN

Ljósmyndanámskeiðin hafa verið haldin frá árinu 2000. Í boði hafa verið fjölbreytt ljósmyndanámskeið, mislöng, allt eftir þörfum hvers og eins. Námskeiðin eru fyrir stafrænar myndavélar, myndvinnslu, bæði á Lightroom og Photoshop. Einnig stúdíonámskeið, myndatökunámskeið og tölvunámskeið.

Við bjóðum upp á sérsniðin námskeið fyrir alls kyns hópa, t.d. starfsmannafélög, stéttarfélög, fyrirtæki, saumaklúbba, vinahópa ofl.
allt eftir óskum hvers og eins.

Hér er hægt að sjá umsagnir fjölmargra nemenda.

Námskeiðin eru haldin í Síðumúla 12. efri hæð.

Sendu fyrirspurn á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
eða hafðu samband í gsm 898 3911

   
 
 
 
 
 

 

Íslenska ljósmyndaþjónustan ehf.   Síðumúla 12,   108 Reykjavík   GSM 898 3911   ljosmyndari@ljosmyndari.is   kt. 580108-1560